Fleygðu fimmhundruð plastgítörum yfir Heklu 10. ágúst 2010 13:24 Tveir slökkviliðsmenn voru fengnir til þess að láta farminn gossa. Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira