„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“ 3. júlí 2010 19:44 Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim." Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim."
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira