„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“ 3. júlí 2010 19:44 Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim." Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim."
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira