Innlent

Þyrlan lent með sjómanninn

Mynd/Arnþór Birkisson
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega hálf tvö í dag með alvarlega veikan sjómann. Gæslunni barst fyrir hádegi aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur sem var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Sjómaðurinn var fluttur með hraði á spítala með sjúkrabifreið, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Þyrlan TF Gná fór í loftið klukkan 11:20 eftir samráð við þyrlulækni og sigldi skipið á fullri ferð á móti þyrlunni sem kom að að skipinu klukkan 12:20.

Þar sem Gná er eina þyrlan sem Landhelgisgæslan hefur þessa stundina til að sinna leitar-, eftirlits- og björgunarstörfum yfir öllu landinu og miðunum var óskað eftir aðstoð frá danska varðskipinu Vædderen sem er á Ísafjarðardjúpi. Þyrla Vædderen var til vara fyrir Gná.


Tengdar fréttir

Þyrla sækir alvarlega veikan sjómann

Þyrla landhelgisgæslunnar fór í loftið klukkan 11:20 eftir að tilkynning barst um að sjóðmaður um borð í íslensku fiskiskipi væri alvarlega veikur. Skipið er 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga og verður þyrlan, TF Gná, komin að skipinu klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×