Innlent

Bjargað úr eldsvoða á Mýrargötu

Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Fjórir íbúar voru í húsinu.
Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Fjórir íbúar voru í húsinu.
Konu var bjargað úr húsi á Mýrargötu í Reykjavík í morgun eftir að eldur kviknaði í í geymslu í kjallara hússins. Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill reykur í stigaganginum en þá hafði lögreglan aðstoðað þrjá íbúa á fyrstu hæð hússins út um glugga sem lögreglumenn brutu. Konan var á annarri hæð og aðstoðuðu slökkviliðsmenn hana með svokölluðum björgunarmaska sem settur var yfir andlit hennar vegna reyksins. Vel gekk að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum, að sögn varðstjóra. Tilkynnt var eldinn skömmu fyrir klukkan níu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×