Undirbjó morðið í marga mánuði Andri Ólafsson skrifar 21. nóvember 2010 18:30 Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira