Lífið

Bíó Paradís opnuð í kvöld

Lovísa Óladóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ásgrímur Sverrisson og Ragnar Bragason skeggræða síðustu smáatriðin. Fréttablaðið/Anton
Lovísa Óladóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ásgrímur Sverrisson og Ragnar Bragason skeggræða síðustu smáatriðin. Fréttablaðið/Anton

Þær hafa verið svefnlausar næturnar hjá aðstandendum Bíó Paradísar: Heimili kvikmyndanna. Í dag rennur svo stóri dagurinn upp þegar hin langþráða kvikmyndamiðstöð verður opnuð.

Bíó Paradís verður opnað með tónlistarheimildarmyndinni Backyard eftir Árna Sveinsson en hún vann til aðalverðlauna á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á þessu ári. Ásgrímur Sverrisson, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, segir stærstu útlitsbreytingarnar vera þær að húsið að utan hafi verið málað í nýjum litum.

„Og svo er stór breyting á forsölu hússins, þar er búið að koma upp kaffihúsi. Fólk á sérstaklega eftir að taka eftir miklum breytingum með fremri forsalinn. Það stendur til að gera meira með þann aftari, jafnvel hafa hann nátengdan kvikmyndasögu Íslands með munum og öðrum fróðleik úr íslenskum kvikmyndum. Frammi verður meiri kaffihúsafílingur," segir Ásgrímur.

freyrgigja@frettabladid.is









Allt á fullu.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á fremri forsal Regnbogans. Iðnaðarmenn hafa unnið að því hörðum höndum að gera allt klárt fyrir opnunina.



Síðasta skrúfan.
Stólarnir fyrir kaffihúsið voru gerðir klárir fyrir stóra kvöldið í kvöld.



Regnbogarskiltið horfið.
Hið fræga Regnbogaskilti hefur fengið að víkja fyrir nýju skilti; Bíó Paradís; Heimili kvikmyndanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×