Innlent

Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir. Mynd/GVA
Nokkrar  breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Blaðamannafundur fyrir innlenda jafnt sem erlenda fjölmiðla með Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, verður haldinn í húsi flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu klukkan 15:15 í dag. Þar verður farið yfir stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×