Lifði munklífi á Íslandi og skrifaði verðlaunasögu 3. nóvember 2010 12:30 Þrátt fyrir að hafa búið í hálfgerðri kytru í vesturbæ Reykjavíkur þá segist Gregory Hughes sakna Íslands, hann hafi notið þess að lifa munklífinu hér. „Ísland er frábær staður og algjörlega einstakur þótt þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna Íslands,“ segir Gregory Hughes, ævintýramaður frá Liverpool, í samtali við Fréttablaðið. Gregory er maður augnabliksins í breskum bókmenntum. Fyrsta bók hans, Unhooking the Moon, hlaut hin virtu Booktrust Teenage-verðlaunin en það eru helstu verðlaunin á Bretlandi fyrir táninga. Gregory er því hálfgerður Þorgrímur Þráins þeirra Breta um þessar mundir. Sigurinn hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi en bókin sjálf er hins vegar að mestu leyti skrifuð í agnarsmárri þakíbúð í vesturbæ Reykjavíkur, rétt hjá Hótel Sögu fyrir fjórum árum. „Ég get ómögulega munað hvað gatan heitir. En ég man að ég kallaði leigusalann minn alltaf Höskuld, þangað til hann sagði mér að það væri nafnið hans í raun og veru. Hann var verkfræðingur og hafði unnið eitthvað í Þýskalandi. Hann var næstum eini maðurinn sem ég talaði eitthvað af viti við. Við drukkum oft kaffi saman,“ segir Hughes. Rithöfundurinn hafði heimsótt Ísland eina helgi og heillaðist af þjóðinni. Hann ákvað því að koma hingað aftur og fá sér vinnu en það gekk heldur brösuglega, honum bauðst bara að vinna í fiski og á því hafði hann ekki áhuga. Hughes ákvað því að fara skrifa bókina sem hann hafði lagt drög að í Kanada. „Ég lifði á 35 pundum á viku, um sex þúsund krónum, fékk mér eldavélarhellu í Rauða kross-búðinni og potta og pönnur í IKEA. Og svo var ég bara góður,“ útskýrir Gregory en þar sem engin sturtuaðstaða var í íbúðinni skellti hann sér reglulega í sund í Vesturbæjarlauginni. „Og svo leyfði ég mér að fara í Háskólabíó einu sinni í mánuði.“ Gregory viðurkennir að hann hafi lifað hálfgerðu munkalífi í þá átta mánuði sem hann bjó hér. „Ég eignaðist ekki einu sinni kærustu. Allir sögðu við mig að ég ætti að ná mér í fallega íslenska kærustu. En það leit engin við mér. Sem betur fer. Því ef ég hefði ekki lifað þessu einsetulífi mínu þá hefði ég sennilega aldrei náð að skrifa þessa bók,“ segir Gregory og bætir því við að það væri æðsti draumur hans ef bókin yrði þýdd og gefin út á íslensku. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
„Ísland er frábær staður og algjörlega einstakur þótt þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna Íslands,“ segir Gregory Hughes, ævintýramaður frá Liverpool, í samtali við Fréttablaðið. Gregory er maður augnabliksins í breskum bókmenntum. Fyrsta bók hans, Unhooking the Moon, hlaut hin virtu Booktrust Teenage-verðlaunin en það eru helstu verðlaunin á Bretlandi fyrir táninga. Gregory er því hálfgerður Þorgrímur Þráins þeirra Breta um þessar mundir. Sigurinn hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi en bókin sjálf er hins vegar að mestu leyti skrifuð í agnarsmárri þakíbúð í vesturbæ Reykjavíkur, rétt hjá Hótel Sögu fyrir fjórum árum. „Ég get ómögulega munað hvað gatan heitir. En ég man að ég kallaði leigusalann minn alltaf Höskuld, þangað til hann sagði mér að það væri nafnið hans í raun og veru. Hann var verkfræðingur og hafði unnið eitthvað í Þýskalandi. Hann var næstum eini maðurinn sem ég talaði eitthvað af viti við. Við drukkum oft kaffi saman,“ segir Hughes. Rithöfundurinn hafði heimsótt Ísland eina helgi og heillaðist af þjóðinni. Hann ákvað því að koma hingað aftur og fá sér vinnu en það gekk heldur brösuglega, honum bauðst bara að vinna í fiski og á því hafði hann ekki áhuga. Hughes ákvað því að fara skrifa bókina sem hann hafði lagt drög að í Kanada. „Ég lifði á 35 pundum á viku, um sex þúsund krónum, fékk mér eldavélarhellu í Rauða kross-búðinni og potta og pönnur í IKEA. Og svo var ég bara góður,“ útskýrir Gregory en þar sem engin sturtuaðstaða var í íbúðinni skellti hann sér reglulega í sund í Vesturbæjarlauginni. „Og svo leyfði ég mér að fara í Háskólabíó einu sinni í mánuði.“ Gregory viðurkennir að hann hafi lifað hálfgerðu munkalífi í þá átta mánuði sem hann bjó hér. „Ég eignaðist ekki einu sinni kærustu. Allir sögðu við mig að ég ætti að ná mér í fallega íslenska kærustu. En það leit engin við mér. Sem betur fer. Því ef ég hefði ekki lifað þessu einsetulífi mínu þá hefði ég sennilega aldrei náð að skrifa þessa bók,“ segir Gregory og bætir því við að það væri æðsti draumur hans ef bókin yrði þýdd og gefin út á íslensku. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira