Lífið

Zach Galifianakis í Prúðuleikarana

Eftirsóttur Galifianakis er eftir­sóttur gamanleikari um þessar mundir og er orðaður við nýja Prúðuleikaramynd.
Eftirsóttur Galifianakis er eftir­sóttur gamanleikari um þessar mundir og er orðaður við nýja Prúðuleikaramynd.
Leikarinn með flókna nafnið, Zach Galifianakis, er sagður eiga í viðræðum við fyrirtæki Jims Henson um að gera kvikmynd með Prúðuleikurunum ásamt Jason Segel. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en samkvæmt Empire Online gengur hún undir hinu hógværa nafni The Greatest Muppet Movie Ever Made. Chris Cooper, Amy Adams og Rashida Jones hafa þegar samþykkt að leika í myndinni en ný brúða verður kynnt til leiks í myndinni, Walter. Söguþráðurinn er á þá leið að Segel og Walter reyna að hafa uppi á gamla genginu og fá það til að aðstoða við að bjarga gömlu kvikmyndaveri sem á að rífa.

Leikstjóri myndarinnar er Flight of the Conchords-maðurinn James Bobin, en handritið var skrifað af Segel og Nick Stoller. Vafalítið kemur það ekkert á óvart að Galifianakis skuli orðaður við myndina því hann er einhver eftirsóttasti gamanleikari Hollywood um þessar mundir. Galifianakis leikur einmitt aðalhlutverkið í Due Date á móti Robert Downey Jr. sem verður frumýnd hér á landi 4. nóvember í nýju bíóhúsi Sambíóanna í Egilshöll.

- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.