Innlent

Ánægður í ljósi atlögu ráðherra VG

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon

Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta og sjö bæjarfulltrúum af ellefu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir kosningarnar á laugardag. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu í ljósi þeirrar hörðu atlögu sem við urðum fyrir á síðustu vikum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.

Ráðherrar og þingmenn VG hafi sameinast um að berja á sjálfstæðismönnum í bænum. Vegna þess og rangrar fjöllmiðlaumfjöllunar sé niðurstaðan enn ánægjulegri en ella: „Við höfum fengið ótvíræðan stuðning bæjarbúa sem stóðu með okkur,“ segir Árni. Fólkið hafi ekki hlustað á rangfærslur um bruðl í fjármálum enda viti það betur.

Samfylking hlaut þrjá menn kjörna og Framsóknarflokkur einn. VG kom ekki að manni. Síðast buðu Framsókn og Samfylking fram saman lista og fengu fjóra bæjarfulltrúa. „Þegar upp er staðið erum við stolt af því að hafa bætt við okkur miðað við þá niðurstöðu sem stjórnarflokkarnir fá yfir landið,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar. Hann telur að óvinsældir ríkis-stjórnarinnar og þá sérstaklega VG á Suðurnesjum, skýri varnarsigur Sjálfstæðismanna. Einnig hafi kjörsókn verið lítil. -pg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×