Lífið

Ísland fær samþykki frá Hollywood

Tryggingarfélög í Hollywood eru nú reiðubúin að tryggja kvikmyndagerð á Íslandi eftir að eldgosið setti landið á svartan lista.Fréttablaðið/Vilhelm
Tryggingarfélög í Hollywood eru nú reiðubúin að tryggja kvikmyndagerð á Íslandi eftir að eldgosið setti landið á svartan lista.Fréttablaðið/Vilhelm
Ísland hefur verið tekið af svörtum lista tryggingarfélaga sem sérhæfa sig í að tryggja kvikmyndagerð utan Ameríku. Ísland lenti á þessum lista þegar eldgosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst og flugsamgöngur um allan heim röskuðust. Fulltrúi stórfyrirtækisins Warner Bros. gerði úttekt á nokkrum atriðum hér á landi sökum þess að fyrirtækið leitar nú að tökustað fyrir stórmynd sem það hyggst framleiða og kemur Ísland til greina sem mögulegur tökustaður.

Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir þetta ánægjulegt enda hafi eldgosið sett strik í reikninginn og þá ekki síst tryggingarþáttinn. Leifur bendir jafnframt á að allur kraftur hafi verið lagður í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar en minna hafi borið á átaki vegna kvikmyndagerðar. „Menn geta bara horft til Nýja-Sjálands og hversu mikils virði kvikmyndagerð er í þeirra huga og spurt sig hvort íslensk stjórnvöld séu að gera nóg,“ segir Leifur. Eins og kemur fram á öðrum stað í Fréttablaðinu leiddi forsætisráðherra Nýja-Sjálands samninganefnd við Warner Bros. vegna kvikmyndanna um Hobbitann eftir Peter Jackson sem tryggir hátt í tvö þúsund manns vinnu.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.