Saga sem er lyginni líkust 28. október 2010 06:00 Einstakur Bandaríski leikarinn Danny Trejo er einstakur og það er saga hans líka. Þessi fyrrverandi smáglæpamaður og heróinneytandi náði að brjótast út úr viðjum afbrota og inn á hið hvíta tjald Hollywood.Nordic Photos/Gettty Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira