Saga sem er lyginni líkust 28. október 2010 06:00 Einstakur Bandaríski leikarinn Danny Trejo er einstakur og það er saga hans líka. Þessi fyrrverandi smáglæpamaður og heróinneytandi náði að brjótast út úr viðjum afbrota og inn á hið hvíta tjald Hollywood.Nordic Photos/Gettty Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira