Innlent

Hitabylgja í Bandaríkjunum: Fólk flýr heimili sín vegna rafmagnsleysis

Sumir hafa tekið upp á því að kæla sig í gosbrunnum sem eru á svæðinu.
Sumir hafa tekið upp á því að kæla sig í gosbrunnum sem eru á svæðinu. Mynd/AFP
Hitastig í austurhluta Bandaríkjanna og hluta af Kanada hefur farið vaxandi síðustu daga. Hitabylgja gengur nú yfir landið og hefur hitastig náð 39,5°C á sumum stöðum.

Raforkunotkun hefur aukist gífurlega og eiga raforkufyrirtækin í mestu vændræðum með að halda rafmagni á heimilum bæja á svæðinu. Í Fíladelfíu misstu í það minnsta 8 þúsund heimili rafmagn í gær.

Að minnsta kosti tveir hafa látist í hitabylgjunni. Níutíu og tveggja ára gömul kona, sem hafði ekki loftkælingu á heimili sínu, fannst látin á dögunum og heimilslaus kona fannst látin hliðin á bíl á sunnudag í Detroit.

Sífellt fleiri sækja spítala í Kanada. Að minnsta kosti 158 leituðu sér læknishjálpar á mánudaginn í bænum Ottawa - sem er mesti fjöldi sem spítalinn hefur tekið við á einum degi.

Þá hafa margir flúið heimili sín, vegna rafmagnsleysis eða vegna þess að ekki er loftkæling á heimilinu, í kirkjur sem eru lofkældar eða í byggingar í bæjum. Gert er ráð fyrir því að hitabylgjan haldi áfram út vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×