Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! 15. júní 2010 11:00 Aníta og Dean trúlofuðu sig í Mývatnssveit hjá móður Anítu í lok síðasta árs. Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“