Íslenskir Indjánar 17. nóvember 2010 20:33 Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu." Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu."
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira