Íslenskir Indjánar 17. nóvember 2010 20:33 Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu." Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu."
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira