Tunga og hjarta þykir lostæti ytra 20. maí 2010 04:45 Hrafnreyður KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira