Kærustupar í Kópavogi sópar að sér meistaratitlum 1. nóvember 2010 07:00 Ásdís Guðmundsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum og Kári Ársælsson, Íslandsmeistari í knattspyrnu eiga íbúð í Baugakór, sem auðvitað er staðsett í Kópavoginum nálægt æfingaaðstöðu Breiðabliks og Gerplu. Fréttablaðið/anton „Núna tekur bara venjulega lífið við," segir Ásdís Guðmundsdóttir sem á dögunum varð Evrópumeistari í hópfimleikum ásamt liði sínu Gerplu. Kærasti Ásdísar er Kári Ársælsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þau eru því bæði nýkrýndir sigurvegarar með liðum sínum, því Kári varð Íslandsmeistari með Blikunum í síðasta mánuði. Ásdís og Kári hafa verið saman í rúmt ár, en Kári er 25 ára og Ásdís árinu yngri. „Það gefst loksins smá tími til að sinna fjölskyldunni og vinunum, núna þegar EM er búið," segir Ásdís. „Við Kári fáum ekki mikinn tíma saman vegna æfinga en það er ekki endilega hversu miklum tíma maður eyðir saman, heldur hvernig maður nýtir tímann. Sem afreksíþróttafólk lítum við aldrei á tímann sem við eyðum í æfingar sem einhverja fórn." Fimleikar og fótbolti eru frekar ólíkar íþróttir og því æfingatímarnir mismunandi. „Það kemur stundum fyrir að við erum að hittast hálf ellefu á kvöldin, þar sem Kári er á æfingum á daginn en ég á kvöldin," segir Ásdís. Aðspurð út í undirbúninginn fyrir EM, segir Ásdís hann hafa verið gríðarlegan. „Ég var í mínum undirbúningi í allt sumar og alveg fram á haust og á meðan var Kári á fullu í Pepsideildinni. Við settum okkur bæði markmið, hann ætlaði að verða Íslandsmeistari og ég ætlaði að verða Evrópumeistari." Ásdís segir að hún hafi haft lítinn áhuga á fótbolta áður en þau Kári byrjuðu saman en það sé breytt í dag. „Ég mæti á alla þá leiki sem að ég kemst á og hann gerir það sama fyrir mig. Kári skoraði nokkur stig hjá stelpunum í Gerplu þegar hann skildi liðsfélagana úr Breiðablik eftir í sínu eigin fyrirpartýi fyrir lokahóf Breiðabliks til að koma og horfa á mig keppa. Hann sat bara upp í stúku í jakkafötunum," segir Ásdís og hlær. Kári og Ásdís eru bæði í námi samhliða æfingunum. „Kári er að læra flugumferðarstjórn og ég er að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Sjúkraþjálfunin er krefjandi nám og því ekkert auðvelt að sinna því af fullri hörku á meðan maður eyðir um tuttugu klukkustundum í fimleikasalnum vikulega. En þetta gerir það að verkum að maður verður að skipuleggja tímann sem maður hefur," segir Ásdís, nýkrýndur Evrópumeistari. En er enginn metingur á milli Kára og Ásdísar? „Nei alls ekki. Mér finnst nafnið á mínum titli flottara en það er kannski ekki alveg hægt að bera þessa tvo titla saman," segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Sjá meira
„Núna tekur bara venjulega lífið við," segir Ásdís Guðmundsdóttir sem á dögunum varð Evrópumeistari í hópfimleikum ásamt liði sínu Gerplu. Kærasti Ásdísar er Kári Ársælsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þau eru því bæði nýkrýndir sigurvegarar með liðum sínum, því Kári varð Íslandsmeistari með Blikunum í síðasta mánuði. Ásdís og Kári hafa verið saman í rúmt ár, en Kári er 25 ára og Ásdís árinu yngri. „Það gefst loksins smá tími til að sinna fjölskyldunni og vinunum, núna þegar EM er búið," segir Ásdís. „Við Kári fáum ekki mikinn tíma saman vegna æfinga en það er ekki endilega hversu miklum tíma maður eyðir saman, heldur hvernig maður nýtir tímann. Sem afreksíþróttafólk lítum við aldrei á tímann sem við eyðum í æfingar sem einhverja fórn." Fimleikar og fótbolti eru frekar ólíkar íþróttir og því æfingatímarnir mismunandi. „Það kemur stundum fyrir að við erum að hittast hálf ellefu á kvöldin, þar sem Kári er á æfingum á daginn en ég á kvöldin," segir Ásdís. Aðspurð út í undirbúninginn fyrir EM, segir Ásdís hann hafa verið gríðarlegan. „Ég var í mínum undirbúningi í allt sumar og alveg fram á haust og á meðan var Kári á fullu í Pepsideildinni. Við settum okkur bæði markmið, hann ætlaði að verða Íslandsmeistari og ég ætlaði að verða Evrópumeistari." Ásdís segir að hún hafi haft lítinn áhuga á fótbolta áður en þau Kári byrjuðu saman en það sé breytt í dag. „Ég mæti á alla þá leiki sem að ég kemst á og hann gerir það sama fyrir mig. Kári skoraði nokkur stig hjá stelpunum í Gerplu þegar hann skildi liðsfélagana úr Breiðablik eftir í sínu eigin fyrirpartýi fyrir lokahóf Breiðabliks til að koma og horfa á mig keppa. Hann sat bara upp í stúku í jakkafötunum," segir Ásdís og hlær. Kári og Ásdís eru bæði í námi samhliða æfingunum. „Kári er að læra flugumferðarstjórn og ég er að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Sjúkraþjálfunin er krefjandi nám og því ekkert auðvelt að sinna því af fullri hörku á meðan maður eyðir um tuttugu klukkustundum í fimleikasalnum vikulega. En þetta gerir það að verkum að maður verður að skipuleggja tímann sem maður hefur," segir Ásdís, nýkrýndur Evrópumeistari. En er enginn metingur á milli Kára og Ásdísar? „Nei alls ekki. Mér finnst nafnið á mínum titli flottara en það er kannski ekki alveg hægt að bera þessa tvo titla saman," segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Sjá meira