Lífið

Danskur prins í íslenskum fötum

Kirfilega merktur Danski prinsinn Kristján ásamt foreldrum sínum, Mary Donaldson og Friðriki, þegar Viktoria Svía­prinsessa gifti sig. Kristján var kirfilega merktur 66°N þegar hann fór í göngutúr með föður sínum eins og sást í dönsku tímariti.
NordicPhotos/Getty
Kirfilega merktur Danski prinsinn Kristján ásamt foreldrum sínum, Mary Donaldson og Friðriki, þegar Viktoria Svía­prinsessa gifti sig. Kristján var kirfilega merktur 66°N þegar hann fór í göngutúr með föður sínum eins og sást í dönsku tímariti. NordicPhotos/Getty
Sonur Friðriks Danaprins og Mary Donaldson, Kristján, var kirfilega merktur íslenska útivistarmerkinu 66 gráðum norður þegar hann fór í göngutúr með föður sínum um hinn fallega hallargarð Fredensborgar. Kristján var klæddur í fallegan grænan vindjakka og buxur í stíl. Þeir feðgar voru myndaðir af ljósmyndara glanstímaritsins Kig Ind og flennistór mynd af þeim birt á áberandi stað í blaðinu. Friðrik segir við blaðið að honum sé umhugað að bæði börnin sín læri að umgangast náttúruna af virðingu.

Kristján er ekki sá fyrsti af háaðlinum norræna sem er myndaður í íslenskum útivistarfatnaði. Mette Marit, norska krónprinsessan, hefur til að mynda alltaf haft mikið dálæti á Cintamani og klæðst fötum frá merkinu og sama má reyndar segja um móður Kristjáns, Mary Donaldson, sem hefur verið mynduð í fötum frá Cintamani. Hins vegar hafa 66°N átt frekar upp á pallborðið hjá kvikmyndastjörnum og hafa leikstjórar á borð við Quentin Tarantino notfært sér hlýjan klæðnaðinn og einnig leikarinn Jake Gyllenhaal. Það er kannski ekki skrítið því Gyllenhaal lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Brothers sem eigandi 66°N, Sigurjón Sighvatsson, framleiddi.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.