Innlent

Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld

Vegurinn var rofinn 15. apríl til að varna nýju Markarfljótsbrúnni.
Vegurinn var rofinn 15. apríl til að varna nýju Markarfljótsbrúnni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vonast er til að það geti orðið í kvöld. Þótt það verði gert verður ekki opnað fyrir almenna umferð fyrr en almannavarnir og lögregla heimila það, sem er háð hættuástandi og aðstæðum á hverjum tíma. Ekki verður að sinni gengið endanlega frá yfirborði vegarins og akstur um þennan kafla þarfnast sérstakrar varúðar, samkvæmt Vegagerðinni.

Með opnun Hringvegarins um Markarfljót verður aflétt þungatakmörkunum sem nú eru vegna gömlu brúarinnar, en ítrekað skal að allir flutningar verða eins og önnur umferð háð heimild vettvangsstjórnar á svæðinu.

Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Mynd/www.vegagerdin.is
Tilkynnt verður hér á heimasíðu Vegagerðarinnar þegar viðgerð er lokið og eins þegar að því kemur að opnað verður fyrir almenna umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×