Innlent

Eyjamenn koma upp bryggju í Landeyjarhöfn

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur fengið leyfi Siglingamálastofnunar til að koma upp lítilli flotbryggju í Landeyjahöfn.

Leyfið fékkst í gær og er áætlað að verklegar framkvæmdir hefjist síðar í mánuðinum og taki skamman tíma. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Eyjum, mun bæjarsjóður Vestmannaeyja bera allan kostnað af framkvæmdinni, en bryggjan er hugsuð sem neyðarbryggja fyrir smábáta og skemmtibáta, en fyrst og fremst sem aðstaða fyrir björgunarbát Björgunarfélagsins í Eyjum.

-----------

Athugasemd:

Eftir ofangreind frétt birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar og hér á Vísi hringdi fulltrúi Siglingamálastofnunar og sagði að leyfið hefði ekki enn verið gefið. Enn væri verið að vinna í málinu. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×