Innlent

Verið er að þurrka út stétt leikskólakennara

Leikskólabörn.
Leikskólabörn.
Það er verið að þurrka út stétt leikskólakennara, segir nemi í leikskólakennarafræðum sem er ósáttur við að nú þurfi að sitja fimm ár í háskóla til að teljast fullgildur leikskólakennari. Námslán í fimm ár séu þungur baggi að bera fyrir skammarleg laun.

Samkvæmt tveggja ára gömlum lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum á leikskólum að vera menntaðir í faginu.

Vísir.is sagði frá því nýverið að nánast hvergi á landinu tækist að manna leikskóla með þessum lágmarks fjölda. Og ekki er útlitið vænlegt fyrir næstu ár - aðsókn að náminu hefur minnkað og tengja það sumir við að námið hefur nú verið lengt úr þremur í fimm ár.

Hanna Dögg Þórðardóttir og Ína Sigrún Þórðardóttir, nemar í leikskólakennarafræðum, byrjuðu í náminu síðastliðið haust og eru ákaflega ósáttar við lengingu námsins og loðin svör um hvort þær væru þá að hefja þriggja ára eða fimm ára nám.

Ætla má að námslánaskuld eftir fimm ár fari hátt í 7 milljónir króna. Byrjunarlaun fyrir leikskólakennara undir 34 ára eru tæp 250 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×