Lífið

Hjaltalín og kammersveit

Hljómsveitin spilar með stórri kammersveit í Hofi 5. nóvember.
fréttablaðið/daníel
Hljómsveitin spilar með stórri kammersveit í Hofi 5. nóvember. fréttablaðið/daníel

Hjaltalín heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 5. nóvember ásamt stórri kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Samtals verða hátt í fjörutíu manns á sviðinu, þar á meðal nokkrir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Dagskrá tónleikanna verður svipuð og á þremur uppseldum tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitarinnar síðasta sumar. Tónleikarnir marka jafnframt upphaf útgáfugleði Hjaltalín, því í nóvember kemur út vegleg mynd- og geisladiskaútgáfa með upptökum frá fyrrnefndum tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.