Lífið

Greinilega ástfangin

MYNDIR/Cover Media
MYNDIR/Cover Media

Samkvæmt slúðurblöðum vestanhafs eru leikkonan Kate Hudson og söngvarinn Matt Bellamy búin að taka næsta skref í sambandinu sem gengur vel ef marka má myndirnar sem teknar voru af þeim saman í Los Angeles.

Parið hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að þau opinberuðu samband sitt og hafa verið óhrædd við að lýsa því yfir hversu hamingjusöm þau séu.

„Þau eru mjög ástfangin, þau bara smella saman. Hudson átti íbúð í borginni í fimm ár en hún vill finna aðra stærri, þannig að Bellamy stakk upp á því að þau rugluðu saman reitum. Kate vildi stúdíó fyrir Bellamy og leikherbergi fyrir son sinn, Ryder," er haft eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.