Innlent

Seldu fíkniefni fyrir milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tveir af mönnunum fimm sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnasmygl frá Alicante á Spáni í mars og apríl eru einnig ákærðir að hafa staðið að sölu fíkniefna um nokkurt skeið allt fram í apríl síðastliðinn.

Orri Freyr Gíslason er grunaður um að hafa hagnast um tæpar 2,9 milljónir króna með sölu og dreifingu fíkniefna. Guðlaugur Agnar Guðmundsson er grunaður um að hafa hagnast um 4,7 milljónir í peningum og 2 milljónir króna í skartgripum með sölu fíkniefna.

Þá er Orri Freyr Gíslason ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 35 grömm af kókaín i íað Eskivöllum í Hafnarfirði þann 15 apríl síðastliðinn þegar lögreglan gerði leit þar. Davíð Garðarsson er jafnframt grunaður um að hafa haft í vörslum sínum 6 grömm af hassi þegar lögreglan gerði leit hjá honum á Ægisgötu 5.

Eins og fram hefur komið á Vísi og í Fréttablaðinu eru mennirnir fimm ákærðir fyrir innflutning á 1600 grömmum af kókaíni til landsins í mars og apríl. Ákæran gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en málið tengist öðru fíkniefnamáli sem flutt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórir eru ákærðir í því máli.




Tengdar fréttir

Burðardýr eiturlyfja héldu sig fá milljónir

Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands.

Meintir smyglarar fyrir dóm

Málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag yfir fjórum einstaklingum, tveimur mönnum og tveimur konum, fyrir að standa að fíkniefnainnflutningi frá Alicante á Spáni. Um 1,7 kíló af kókaíni var að ræða og voru fíkniefnin falin í þremur ferðatöskum sem tvö þeirra fluttu með sér um Leifsstöð. Þá er fólkið einnig ákært fyrir vörslu annara fíkniefna, hassi og maríjuana.

Ákærðir fyrir innflutning á 1600 grömmum af kókaíni

Fimm karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa í mars og apríl staðið saman að innflutningi á 1,5 kílói af kókaíni til Íslands frá Spáni sem ætluð hafi verið til söludreifingar í ágóðaskyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×