Innlent

15% aukning á sölu nautakjöts

Aukning Fleiri leggja sér nautakjöt til munns þessa dagana en á sama tíma í fyrra, en aðrar tegundir seljast verr.
Aukning Fleiri leggja sér nautakjöt til munns þessa dagana en á sama tíma í fyrra, en aðrar tegundir seljast verr.

Sala á nautakjöti jókst um 15,3 prósent í nýliðnum september samanborið við sama mánuð í fyrra, samkvæmt samantekt Bændasamtaka Íslands.

Á sama tíma var 5,9 prósenta samdráttur í sölu alifuglakjöts, en sýkingar hafa plagað framleiðendur fuglakjöts. Sjúkdómar hafa einnig gert framleiðendum hrossakjöts erfitt fyrir, og er samdráttur í sölu 20,2 prósent.

Einnig mælist samdráttur í sölu kindakjöts, 16,8 prósent, og samdráttur í svínakjötssölu 8,9 prósent milli mánaða, þrátt fyrir að engir sjúkdómar hafi plagað þá framleiðslu. - bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×