Hægri hönd í eftirsótt starf 2. október 2010 02:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira