Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 12:15 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist hryggur yfir þeirri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin. Landsdómur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin.
Landsdómur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira