Innlent

Útgerðarkóngur ekki persónulega ábyrgur fyrir kúluláni

Landsbankinn gerði mistök. Og útgerðakóngurinn slapp.
Landsbankinn gerði mistök. Og útgerðakóngurinn slapp.

Útgerðamaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem var skráður fyrir Stím ehf. á sínum tíma, er ekki persónulega ábyrgur fyrir sex hundruð króna milljón króna láni sem eignarhaldsfélagið Áll tók árið 2007. Ástæðan eru mistök bankastarfsmannsins sem veitti honum lánið.

Um var að ræða lán í svissneskum frönkum sem Landsbankinn veitti og hefur margfaldast eftir bankahrunið. Bankinn höfðaði málið gegn Jakobi Valgeiri vegna þess að hann fékk lánið strax greitt út áður en formlega væri búið að ganga frá handveðinu. Það er oftast gert með því skilyrði að viðkomandi gangist í sjálfsskuldaábyrgð.

Jakob Valgeir Flosason var meðal annars skráður fyrir Stím ehf. á sínum tíma.

Sjálfskuldarábyrgðin átti að falla niður og til stóð að setja þá klausu í samninginn, en viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá nýja Landsbankanum, gleymdi að setja klausuna í samninginn þegar hann var fullgerður.

Starfsmaðurinn, sem hefur það að meginstarfi að þjóna sjárvarútvegsfyrirtækjum, veitti lánið með veði í 43% hlut í Jakobi Valgeir ehf., sem er stærsta útgerðarfyrirtækið í Bolungarvík. Starfsmaðurinn fullyrti að skuldaábyrgðin ætti að falla niður og tók héraðsdómur orð hans trúanleg.

Því fellur ábyrgðin, eða rúmir tveir milljarða króna, á eignarhaldsfélagið Ál.

Jakob Valgeir komst í fréttirnar fyrir jól 2008 vegna Stím-málsins svokallaða. Það félag er til rannsóknar hjá FME vegna gruns um markaðsmisnotkun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×