Innlent

Ummerki gossins sjást núna langar leiðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Már Unnarsson fréttamaður stendur vaktina fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður stendur vaktina fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Það kemur á óvart hvað eldurinn frá Eyjafjallajökli sést langar leiðir, segir Kristján Már Unnarsson, á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann er nú á leið að jöklinum og segist hafa séð merki gossins alveg frá því að hann var undir Ingólfsfjalli.

Kristján segir að það sé mikil umferð í báðar áttir á Suðurlandsvegi. Svo virðist vera sem fólk sé á leið úr Reykjavík til þess að skoða það sem er á seyði, ekki síður en á leið frá staðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×