Það kemur á óvart hvað eldurinn frá Eyjafjallajökli sést langar leiðir, segir Kristján Már Unnarsson, á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann er nú á leið að jöklinum og segist hafa séð merki gossins alveg frá því að hann var undir Ingólfsfjalli.
Kristján segir að það sé mikil umferð í báðar áttir á Suðurlandsvegi. Svo virðist vera sem fólk sé á leið úr Reykjavík til þess að skoða það sem er á seyði, ekki síður en á leið frá staðnum.
