Innlent

Miklatún skal heita Klambratún

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Miklatún heitir frá og með deginum í dag Klambratún eftir að borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarrs borgarstjóra þessa efnis.

Í tilefni af nafnabreytingunni og að Christian H. Christensen, síðasti bóndinn á bænum Klömbrum, hefði orðið 100 ára þann 18. júlí næstkomandi, verður hannað og sett upp söguskilti á túnínu síðar í sumar.

Í bókun sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundi borgarráðs segjast þeir styðja tillöguna enda séu flestir borgarbúar sammála um að nafnið Miklatún hafi aldrei fest í sessi.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.