Innlent

Miklatún skal heita Klambratún

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklatún heitir frá og með deginum í dag Klambratún eftir að borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarrs borgarstjóra þessa efnis.

Í tilefni af nafnabreytingunni og að Christian H. Christensen, síðasti bóndinn á bænum Klömbrum, hefði orðið 100 ára þann 18. júlí næstkomandi, verður hannað og sett upp söguskilti á túnínu síðar í sumar.

Í bókun sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundi borgarráðs segjast þeir styðja tillöguna enda séu flestir borgarbúar sammála um að nafnið Miklatún hafi aldrei fest í sessi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×