Innlent

Miklatún skal heita Klambratún

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklatún heitir frá og með deginum í dag Klambratún eftir að borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarrs borgarstjóra þessa efnis.Í tilefni af nafnabreytingunni og að Christian H. Christensen, síðasti bóndinn á bænum Klömbrum, hefði orðið 100 ára þann 18. júlí næstkomandi, verður hannað og sett upp söguskilti á túnínu síðar í sumar.Í bókun sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundi borgarráðs segjast þeir styðja tillöguna enda séu flestir borgarbúar sammála um að nafnið Miklatún hafi aldrei fest í sessi.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.