Enski boltinn

Bernstein orðinn æðsti prestur í enska knattspyrnusambandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Bernstein.
David Bernstein.

David Bernstein var í dag ráðinn stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins en hann tekur við starfinu af Lord Triesman sem hætti skyndilega í maí.

David Dein hjá Arsenal þótti líklegur til þess að hreppa starfið en hann varð að lúta í lægra haldi gegn Bernstein.

Bernstein var áður stjórnarformaður Man. City og var sterklega mælt með honum í starfið.

Hann hefur undanfarið starfað sem stjórnarformaður Wembley-leikvangsins og mun láta af því starfi þann 25. janúar er hann byrjar að starfa hjá knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×