Innlent

Óvissustigi ekki aflétt

Eyjafjallajökull.
Eyjafjallajökull. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þónokkur jarðskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli en allir skjálftarnir hafa verið vel innan við tvo á Richter. Óvissustigi hefur ekki verið aflétt.

Þótt nokkrir skjálftar mælist enn á klukkustund hefur dregið talsvert úr virkninni, sem var mest fyrir helgi. Óvissustigi Almannavarna hefur þó ekki verið aflétt. Ekki var talin ástæða til þess að jarðvísindamaður stæði vaktina á Veðurstofunni í nótt, eins og undanfarnar nætur. Upptök skjálftanna núna eru á sex til 11 kílómetra dýpi, líkt og var fyrir helgi og eru þeir aðeins vestur af toppgígnum.

Fram kemur í fréttatilkynningu að almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verði aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst verði að jarðskjálftahrinan sé afstaðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×