Innlent

Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan var kvödd að Háabergi í Hafnarfirði á sunnudaginn þar sem maður fannst látinn.
Lögreglan var kvödd að Háabergi í Hafnarfirði á sunnudaginn þar sem maður fannst látinn.

Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri.



Eins og fram hefur komið fannst hinn látni á heimili sínu um hádegisbil á sunnudag en hann virðist hafa verið stunginn með eggvopni oftar en einu sinni.



Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að rannsókn málins haldi áfram en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Fjölmargir hafi verið yfirheyrðir og þeirri vinnu sé ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hafa borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×