Enski boltinn

Japanskur táningur til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Átján ára japanskur framherji, Ryo Miyaichi, mun ganga til liðs við Arsenal þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Þetta var staðfest á heimasíðu Arsenal í dag. „Við erum afar ánægðir með að Ryo muni koma til félagsins á nýju ári," sagði Arsene Wenger, stjóri félagsins.

„Hann var til reynslu hjá okkur í sumar en hann býr yfir hæfileikum sem hefur vakið athygli félaga víða um heim á honum. Ég hlakka til að hjálpa honum að ná sínu besta fram hjá Arsenal."

Miyaichi leikur nú með skólaliði sínu í Japan en á að baki nokkra leiki með U-17 ára landsliði Japans. Hann varð átján ára gamall nú fyrr í vikunni og er talið að hann hafi þá skrifað undir fimm ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×