Enski boltinn

John Terry hittir sérfræðing á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, lék sárþjáður á móti Liverpool.
John Terry, fyrirliði Chelsea, lék sárþjáður á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er floginn til Ítalíu þar sem að hann mun hitta ítalskan sérfræðing til þess að komast að því hvað það er sem er að hrjá hann. Terry glímir við taugaverk niður eftir öllum hægri fætinum og óttast sjálfur að hann geti verið frá í marga mánuði.

John Terry fór því í morgun til Ítalíu ásamt Bryan English, lækni Chelsea. Þeir ætla að leita sér aðstoðar en hingað til hefur enginn getað fundið út hvað sé að kappanum.

„Það gætu orðið einhverjir mánuðir í það að hann nái sér en þá erum við svartsýn og við getum verið. Við vitum ekki hvaðan verkurinn kemur. Hann getur ekki haldið áfram að spila í gegnum þessi meiðsli og því verðum við að leita af orsökum hans," sagði heimildarmaður BBC innan Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×