Innlent

Héðinsfjarðargöng opnuð í dag

Mikil gleði ríkti meðal íbúa Ólafsfjarðar og Siglfufjarðar þegar samgönguráðherra og vegamálastjóri vígðu Héðinsfjarðargöng, eitt mesta samgöngumannvirki Íslands, klukkan þrjú í dag.

Göngin fela í sér stórbættar samgöngur og lífsgæði fyrir íbúa á Ólafsfirði og Siglufirði, en bæirnir mynda saman sveitarfélagið Fjallabyggð. Margir þingmenn úr kjördæminu og íbúar úr sveitarfélaginu voru viðstaddir þegar göngin voru opnuð fyrir almenna umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.