Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa 6. apríl 2010 16:46 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?" Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?"
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira