Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa 6. apríl 2010 16:46 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?" Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?"
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira