Lífið

264 blaðsíður með Hjálmum

Sigurður Guðmundsson og félagar í Hjálmum gefa í dag út ljósmyndabók og plötu.
fréttablaðið/valli
Sigurður Guðmundsson og félagar í Hjálmum gefa í dag út ljósmyndabók og plötu. fréttablaðið/valli

Í dag kemur út 264 síðna bók með safni ljósmynda frá ferli hljómsveitarinnar Hjálma. Myndirnar eru allar eftir ljósmyndarann Guðmund Frey Vigfússon, eða Gúnda.

Með ljósmyndabókinni fylgir plata með lögum sem áður hafa farið í spilun en ekki ratað inn á fyrri plötur Hjálma. Einnig eru þar fjögur lög sem ekki hafa heyrst áður. Á meðal laga á plötunni má nefna nýja útgáfu af laginu Þitt auga sem hefur notið vinsælda undanfarið í flutningi Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar.

Nafn þessarar viðhafnarútgáfu, Keflavík Kingston, vísar til þess að ljósmyndabókin inniheldur myndir Gúnda allt frá upphafi sveitarinnar, sem hóf ferilinn í Geimsteini í Keflavík árið 2004, til ferðar hennar til Jamaíku árið 2009 þar sem fjórða plata sveitarinnar var tekin upp.

Til að fagna útgáfunni efna Hjálmar til tónleika í Háskólabíói á laugardaginn ásamt Þóri Baldurssyni og Matthíasi Hemstock. Þetta verða sitjandi tónleikar, aðgengilegir öllum aldurshópum, og hefjast kl. 20. Miðar fást á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.