Innlent

Þjófarnir breyttu bátnum

Báturinn stóð við bústað sem stendur við Þingvallavatn. Mynd tengist frétt ekki beint.
Báturinn stóð við bústað sem stendur við Þingvallavatn. Mynd tengist frétt ekki beint.
Báturinn sem var stolið af landi í Mjóaanesi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum er kominn í leitirnar. Lögreglan í Hafnarfirði fann bátinn í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði nú á dögunum en þar fannst einnig eitthvað af þýfi og tæki til landaframleiðslu.

Þegar lögregla gerði húsleit var búið að breyta bátnum, fjarlægja rúðu úr honum og mála á hann rendur, líklega í þeim tilgangi að breyta honum svo ekki væri hægt að bera kennsl á hann, að sögn lögreglunnar.

Eigendurnir komu og sóttu bátinn í gær. Kona á þrítugsaldri, sem er skráður eigandi hússins, verður yfirheyrð vegna málsins í dag.

Bátnum var stolið á tímabilinu 6. til 9. júlí en hann er af gerðinni Broom og er hvítur með 40 hestafla Suzuki utanborðsmótor. Þjófarnir klipptu í sundur hengilás á keðju að heimreið bústaðarins, til að komast að bátnum.

Þá fannst eitthvað af veiðifatnaði og vörum í húsnæðinu sem var stolið úr bíl í Reykjavík fyrir skemmstu.




Tengdar fréttir

Lögreglan leitar að stolnum hraðbát

Lögreglan í Árnessýslu leitar að hvítum hraðbáti með Susukí utanborðsmótor, sem stolið var á vagni frá sumarbústað á Mjóanesi við Þingvalalvatn nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×