Lífið

Eurovision: Hugmyndin á bak við kjólinn er sólarupprás

Ellý Ármanns skrifar

Við fengum Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur systur Heru Bjarkar til að sýna okkur einn af kjólunum sem söngkonurnar klæðast á sviðinu í Telenor höllinni í Osló annaðkvöld.

„Allir kjólarnir á sviðinu eru eftir Birtu. Þær hreyfast svo svakalega fallega í þessu kröftuga dansatriði," segir Þórdís Lóa en hún er framkvæmdastjóri íslenska Eurovisionhópsins.

Sjá viðtal í myndskeiði og myndir af Þórdísi handfjatla kjólana.




Tengdar fréttir

Eurovision: Svona dansa þau á sviðinu - myndband

Bakraddasöngvararnir Erna Hrönn, Pétur Örn Guðmundsson og Heiða Ólafs, voru hress þegar þau sýndu okkur danssporin sem þau stíga í Telenor-höllinni í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöldið.

Eurovision: Endalaus viðtöl Heru - myndband

Við settum inn þetta stutta myndskeið sem tekið var af Heru Björk og umboðsmanni hennar, Valla Sport, í gærdag. Þar má sjá Heru ganga á milli fjölmiðlamanna sem fengu aðeins 10 mínútur með henni. Þrátt fyrir þéttskipaða dagskrá náði hún að vera með dóttur sinni og foreldrum í 2 klukkustundir í gær.

Eurovision: Eiríkur Hauks peppar Heru upp - myndband

„Ég er bara að heimsækja Heru og peppa hana aðeins upp fyrir laugardag," segir Eiríkur Hauksson söngvari sem flutti lagið Valentine lost árið 2007 fyrir Íslands hönd en komst ekki upp úr undankeppninni. „Sko lagið er ekki alveg í mínum stíl sko en ég held mikið upp á Heru og lagið er vel samið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×