Gagnrýni og hótun-um ESB vísað á bug 30. september 2010 05:15 Tómas H. Heiðar sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira