Enski boltinn

Sunderland hafði betur gegn Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag en í honum vann Sunderland sigur á Bolton, 1-0.

Danny Welbeck skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og sá til þess að Sunderland komst upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Welbeck skoraði með skalla eftir að Jussi Jaaskelainen hafði varið frá Darren Bent.

Craig Gordon, markvörður Sunderland, átti ekki minni þátt í sigrinum en hann varði stórkostlega frá Zat Knight sem skallaði að marki af stuttu færi.

Welbeck átti einnig skot sem hafnaði í utanverðri stönginni og þá komst Bolton tvívegis nálægt því að jafna metin er Gary Cahill og Ivan Klasnic ógnuðu marki heimamanna, sá síðarnefndi í tvígang.

Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton og kom ekki við sögu.

Bolton átti möguleika á því að komast upp í fimmta sæti deildarinnar í dag en er nú í sjöunda sæti með 26 stig, einu á eftir Tottenham og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×