Siglufjörður kemst inn á þúsundir þýskra heimila 31. október 2010 14:00 Ragnar Jónasson er ánægður með að bók hans Snjóblinda og þar með Siglufjörður komist inn á heimili þýskra lesenda. fréttablaðið/stefán „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég er í sjöunda himni með þetta,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Þýska forlagið Fischer Verlag, sem hefur á sínum snærum glæpahöfunda á borð við Henning Mankell og Jens Lapidus, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Snjóblindu, annarri bók Ragnars sem er nýkomin út hér á landi. Fjórar af helstu bókaútgáfum Þýskalands bitust um réttinn en á endanum hreppti hið virta Fischer Verlag hnossið. Snjóblinda verður aðaltromp kiljuforlags Fischer næsta haust þegar Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt. „Ég er ánægðastur með að koma Siglufirði, því sagan gerist þar, inn á heimili þýskra lesenda. Ég vona að Þjóðverjarnir verði eins hrifnir af Siglufirði og ég er. Ég nota eiginlega hvert tækifæri til að fara norður því ég á ættir að rekja þangað,“ segir Ragnar. „Það gladdi mig sérstaklega á miðvikudaginn þegar málin fóru að gerast mjög hratt, að það var á afmælisdegi afa míns og nafna, Þ. Ragnars Jónassonar,“ útskýrir höfundurinn en afi hans og amma létust fyrir nokkrum árum. „Mig grunar að hann hafi nú eitthvað verið að fylgjast með þessu,“ segir hann og hlær. „Amma og afi bjuggu á Siglufirði og ég heimsótti þau nánast á hverju sumri. Þau eiga mikinn þátt í því að ég er að skrifa sögu um Siglufjörð þannig að þetta var allt mjög viðeigandi.“ Ragnar heimsótti Siglufjörð fyrir skömmu og las upp úr nýju bókinni í leikhúsi bæjarins þar sem gamall maður dettur niður stiga og deyr í bókinni. „Ég fór þarna upp á svalirnar í leikhúsinu þar sem stiginn er og las þar fyrir gesti,“ segir Ragnar, sem áritaði bókina vel og lengi í framhaldinu. „Mér þykir vænt um það að Siglfirðingar taki henni vel því maður notar bæinn þeirra sem sögusvið.“ Þjóðverjar og Siglfirðingar eru ánægðir með Snjóblindu en bókagagnrýnendur Kiljunnar í Sjónvarpinu voru ekki alveg á sama máli. Aðspurður segist Ragnar reyna að taka mark á þeim ábendingum sem gagnrýnendur setja fram. „Maður tekur því alltaf sem bent er á og reynir að nýta það í næstu bók.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég er í sjöunda himni með þetta,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Þýska forlagið Fischer Verlag, sem hefur á sínum snærum glæpahöfunda á borð við Henning Mankell og Jens Lapidus, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Snjóblindu, annarri bók Ragnars sem er nýkomin út hér á landi. Fjórar af helstu bókaútgáfum Þýskalands bitust um réttinn en á endanum hreppti hið virta Fischer Verlag hnossið. Snjóblinda verður aðaltromp kiljuforlags Fischer næsta haust þegar Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt. „Ég er ánægðastur með að koma Siglufirði, því sagan gerist þar, inn á heimili þýskra lesenda. Ég vona að Þjóðverjarnir verði eins hrifnir af Siglufirði og ég er. Ég nota eiginlega hvert tækifæri til að fara norður því ég á ættir að rekja þangað,“ segir Ragnar. „Það gladdi mig sérstaklega á miðvikudaginn þegar málin fóru að gerast mjög hratt, að það var á afmælisdegi afa míns og nafna, Þ. Ragnars Jónassonar,“ útskýrir höfundurinn en afi hans og amma létust fyrir nokkrum árum. „Mig grunar að hann hafi nú eitthvað verið að fylgjast með þessu,“ segir hann og hlær. „Amma og afi bjuggu á Siglufirði og ég heimsótti þau nánast á hverju sumri. Þau eiga mikinn þátt í því að ég er að skrifa sögu um Siglufjörð þannig að þetta var allt mjög viðeigandi.“ Ragnar heimsótti Siglufjörð fyrir skömmu og las upp úr nýju bókinni í leikhúsi bæjarins þar sem gamall maður dettur niður stiga og deyr í bókinni. „Ég fór þarna upp á svalirnar í leikhúsinu þar sem stiginn er og las þar fyrir gesti,“ segir Ragnar, sem áritaði bókina vel og lengi í framhaldinu. „Mér þykir vænt um það að Siglfirðingar taki henni vel því maður notar bæinn þeirra sem sögusvið.“ Þjóðverjar og Siglfirðingar eru ánægðir með Snjóblindu en bókagagnrýnendur Kiljunnar í Sjónvarpinu voru ekki alveg á sama máli. Aðspurður segist Ragnar reyna að taka mark á þeim ábendingum sem gagnrýnendur setja fram. „Maður tekur því alltaf sem bent er á og reynir að nýta það í næstu bók.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira