Misstu tök á uppsveiflunni 16. september 2010 03:45 Ásgeir Daníelsson Stýrivextir hefðu þurft að vera mun hærri til að draga úr eftirspurn á árunum fyrir efnahagshrunið. Það hefði hins vegar valdið skaða annars staðar í hagkerfinu, að mati forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans. Fréttablaðið/Valli Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira