Veður og vatnsvernd ráða úrslitum 16. september 2010 02:15 „Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
„Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira