Helmingur oddvitanna í Reykjavík hefur reykt hass 28. maí 2010 09:30 Framboðsfundur í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Frá vinstri: Dagur, Sóley, Helga, Einar, Óttar Proppé, Hanna Birna og Baldvin. Á myndina vantar Jón Gnarr og Ólaf Magnússon. Mynd/Anton Brink Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því." Kosningar 2010 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því."
Kosningar 2010 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira