Lífið

Stórveldisdraumar á hilluna

Knattspyrnudeild HK ætlar að fjarlægja flettiskiltið en formaðurinn hefur fulla trú á því að það verði sett upp aftur. Fréttablaðið/vilhelm
Knattspyrnudeild HK ætlar að fjarlægja flettiskiltið en formaðurinn hefur fulla trú á því að það verði sett upp aftur. Fréttablaðið/vilhelm
„Við munum taka skiltið niður,“ segir Ómar Geir Þorgeirsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Stórt og mikið flettiskilti blasir við ökumönnum þegar keyrt er inn í Kópavoginn. Á því er merki HK og fullyrt að það sé aðeins eitt stórveldi í Kópavogi. Athyglisverð fullyrðing þegar HK er í fyrstu deild en erkifjendurnir í Breiðabliki eru nýbúnir að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla.

„Skiltið fór upp þegar við vorum enn þá í úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum en þar sem það varð endurnýjun í stjórn knattspyrnudeildarinnar er þetta bara eitt af þeim verkefnum sem eftir á að fara í,“ bætir Ómar við. Eins og margir ættu að vita eru erkifjendurnir í Breiðabliki ríkjandi Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla og því hafa einhverjir sett spurningarmerki við Stórveldisskiltið. „Mér finnst þetta ekkert vandræðalegt. Blikarnir setja bara viðmið og við verðum að eltast við það. En skiltið mun einhvern tímann fara upp aftur,“ segir Ómar og hlær, en HK lenti í 8. sæti í fyrstu deildinni í sumar.

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setur enga pressu á HK-inga. „Mér finnst bara gott ef félögin geta haft húmor sín á milli. Ef þeir auglýsa að það sé bara eitt stórveldi í Kópavogi, þá er það bara af hinu góða.“ - ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.