Áhersla á sérstöðu Íslands 27. júlí 2010 05:00 Aðildarviðræður Íslands við ESB hefjast formlega á ríkjaráðstefnu í Brussel í dag. Á fundinum verður lögð fram greinargerð um afstöðu ríkisstjórnarinnar til komandi viðræðna. Þar mun ESB einnig leggja fram greinargerð auk þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, taka til máls. Greinargerðin, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er umfangsmikil. Umsóknin er sett í menningarlegt og sögulegt samhengi auk þess sem helstu áherslur Íslendinga í komandi viðræðum eru settar fram. Stærstur hluti greinargerðarinnar fjallar um sérstöðu Íslendinga hvaða varðar sjávarútveg, landbúnað og byggðaþróun. Greinargerðin hefst á yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem fagnar einróma niðurstöðu Evrópuráðsins um að hefja viðræðurnar. Umsóknin er sögð eðlilegt framhald af þátttöku Íslands í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. Í greinargerðinni heitir ríkisstjórnin því að fylgja leiðsögn Alþingis í ferlinu. Það skuli vera opið og gagnsætt og aðkoma allra viðkomandi aðila verði tryggð. Viðræðurnar verði kynntar fyrir Íslendingum á heiðarlegan og opinn hátt til að tryggja heilbrigða umræðu um kosti og galla aðildar. Lokaorðið verði síðan hjá íslensku þjóðinni sem muni kjósa um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögð er þung áhersla á sérstöðu Íslands og tekið fram að lausnir á deilumálum viðræðnanna verði að þjóna hagsmunum beggja aðila. „Ísland yrði minnsta, strjálbýlasta og vestasta aðildarríki ESB. Það er langt frá hinum ríkjunum og glímir við óblíða náttúru. Þessar staðreyndir eru til merkis um sérstöðu Íslands og munu móta viðræðurnar," segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að viðræður um þá hluta löggjafar ESB sem EES-samningurinn nær yfir ættu að vera einfaldar. Íslendingar muni hins vegar færa rök fyrir því að þær sérlausnir sem þegar eru viðurkenndar í EES-samningnum byggi á gildum rökum. Þar er til að mynda um að ræða reglur um fjárfestingu og um orku- og umhverfismál. Einnig þurfi að taka tillit til sjálfbærrar nýtingar Íslendinga á til dæmis hvölum og ákveðnum fuglategundum. Þá skuli eignarréttur og yfirráð yfir orkuauðlindum og vatni eingöngu vera á höndum aðildarríkjanna sjálfra. Greinargerðinni lýkur á yfirlýsingu þar sem segir að viðræðurnar séu sögulegur atburður í samskiptum Íslands og ESB. Umsóknin færi sönnur á evrópskan arf okkar og staðfestu um að taka þátt í framtíðarþróun Evrópu. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Aðildarviðræður Íslands við ESB hefjast formlega á ríkjaráðstefnu í Brussel í dag. Á fundinum verður lögð fram greinargerð um afstöðu ríkisstjórnarinnar til komandi viðræðna. Þar mun ESB einnig leggja fram greinargerð auk þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, taka til máls. Greinargerðin, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er umfangsmikil. Umsóknin er sett í menningarlegt og sögulegt samhengi auk þess sem helstu áherslur Íslendinga í komandi viðræðum eru settar fram. Stærstur hluti greinargerðarinnar fjallar um sérstöðu Íslendinga hvaða varðar sjávarútveg, landbúnað og byggðaþróun. Greinargerðin hefst á yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem fagnar einróma niðurstöðu Evrópuráðsins um að hefja viðræðurnar. Umsóknin er sögð eðlilegt framhald af þátttöku Íslands í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. Í greinargerðinni heitir ríkisstjórnin því að fylgja leiðsögn Alþingis í ferlinu. Það skuli vera opið og gagnsætt og aðkoma allra viðkomandi aðila verði tryggð. Viðræðurnar verði kynntar fyrir Íslendingum á heiðarlegan og opinn hátt til að tryggja heilbrigða umræðu um kosti og galla aðildar. Lokaorðið verði síðan hjá íslensku þjóðinni sem muni kjósa um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögð er þung áhersla á sérstöðu Íslands og tekið fram að lausnir á deilumálum viðræðnanna verði að þjóna hagsmunum beggja aðila. „Ísland yrði minnsta, strjálbýlasta og vestasta aðildarríki ESB. Það er langt frá hinum ríkjunum og glímir við óblíða náttúru. Þessar staðreyndir eru til merkis um sérstöðu Íslands og munu móta viðræðurnar," segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að viðræður um þá hluta löggjafar ESB sem EES-samningurinn nær yfir ættu að vera einfaldar. Íslendingar muni hins vegar færa rök fyrir því að þær sérlausnir sem þegar eru viðurkenndar í EES-samningnum byggi á gildum rökum. Þar er til að mynda um að ræða reglur um fjárfestingu og um orku- og umhverfismál. Einnig þurfi að taka tillit til sjálfbærrar nýtingar Íslendinga á til dæmis hvölum og ákveðnum fuglategundum. Þá skuli eignarréttur og yfirráð yfir orkuauðlindum og vatni eingöngu vera á höndum aðildarríkjanna sjálfra. Greinargerðinni lýkur á yfirlýsingu þar sem segir að viðræðurnar séu sögulegur atburður í samskiptum Íslands og ESB. Umsóknin færi sönnur á evrópskan arf okkar og staðfestu um að taka þátt í framtíðarþróun Evrópu. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent