Innlent

Tæpar fimm milljónir í boði

Airbus hvetur nemendur á öllum aldri, af mismunandi þjóðerni, kyni og úr öllum fögum til að taka þátt í keppninni Fly your ideas.
Airbus hvetur nemendur á öllum aldri, af mismunandi þjóðerni, kyni og úr öllum fögum til að taka þátt í keppninni Fly your ideas.
Íslenskum háskólanemum býðst að móta framtíð flugs og vinna 30.000 evrur í alþjóðlegri samkeppni sem Airbus blés til í dag á alþjóðlegu flugsýningunni í Farnborough í Bretlandi. Vinningsupphæðin jafngildir um 4,7 milljónum íslenskra króna.

Keppnin kallast „Fly your ideas“ eða „Komdu hugmyndum þínum á flug“ og var fyrst haldin í fyrra. Þá tóku 2.350 nemar frá 82 löndum þátt. Í þeirri keppni komst lið frá Háskóla Íslands í aðra umferð.

Fram kemur í tilkynningu Airbus að markmið keppninnar sé að hvetja háskólanema um allan heim til þess að koma með nýjar hugmyndir um grænna flug. „Í samkeppninni eru þrjár umferðir og hún endar með úrslitum sem fara fram á Le Bourget-flugsýningunni í París næsta sumar,“ segir í tilkynningunni.

Í fyrra vann fjölþjóðlegt lið, COz, frá háskólanum í Queensland í Ástralíu, með tillögu um að nota náttúrulegt trefjaefni, sem unnið er úr plöntum, í farþegarými flugvéla.

Til að taka þátt þurfa nemar að skrá sig sem þriggja til fimm manna lið á vefsíðu keppninnar www.airbus-fyi.com fyrir 30. nóvember næstkomandi. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×